Stjarnan 2 – 2 Breiðablik (Blikar áfram eftir vítakeppni)
1-0 Betsy Hassett
1-1 Birta Georgsdóttir
2-1 Andrea Mist Pálsdóttir
2-2 Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Breiðablik er komið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir leik við Stjörnuna í dag sem var ansi fjörugur.
Venjulegum leiktíma lauk með jafntefli en Stjarnan komst tvisvar yfir en þær grænklæddu svöruðu.
Staðan var 1-1 eftir 90 mínúturnar en bæði lið skoruðu mark í framlengingunni og var svo farið í vítaspyrnukeppni.
Blikar skoruðu úr öllum spyrnum sínum og unnu sannfærandi 4-1 og fara áfram í úrslitaleikinn gegn Víkingi Reykjavík.