Manchester United er að íhuga það að lána framherjann Mason Greenwood í sumar frekar en að selja.
Frá þessu greina enskir miðlar en Greenwood hefur ekki spilað leik síðan í janúar árið 2022.
Hann var þá handtekinn ákærður um kynferðisbrot og ofbeldi gegn fyrrum kærustu sinni en þær kærur voru svo felldar niður í febrúar.,
Greenwood er því frjáls ferða sinna í dag en útlit er fyrir að hann fái ekki mínútur á Old Trafford í vetur.
Talið var að Man Utd myndi selja Greenwood eða láta hann fara en lánssamningur virðist heilla mest.
Greenwood var talinn einn efnilegasti framherji heims en hann er 21 árs gamall í dag og vonast til að spila reglulega á næsta tímabili.