Nágrannar Cristiano Ronaldo eru orðnir gríðarlega þreyttir á þeirri endalausu vinnu sem fer í að byggja nýtt glæsibýli leikmannsins.
Ronaldo er að byggja glæsibýli í Lisbon í Portúgal sem mun að lokum kosta hann 28 milljónir punda.
Það hefur tekið yfir þrjú ár að byggja húsið, eitthvað sem nágrannar portúgölsku stjörnunnar hafa fundið vel fyrir.
Blaðið Look ræddi við nágranna Ronaldo um byggingu hússins og voru viðbrögðin svo sannarlega ekki frábær.
,,Þeir hafa verið að byggja þetta hús í þrjú ár. Þetta er svo stórt, þetta lítur út eins og spítali,“ sagði einn nágranni.
Annar bætir við: ,,Gatan mín hefur verið lokuð í marga mánuði og garðurinn er fullur af sandi. Allt því Ronaldo er að byggja pýramída.“
Ronaldo er ekki einu sinni búsettur í Lisbon en hann og hans fjölskylda eru nú staðsett í Sádí Arabíu.
Svona á húsið svo að líta út eftir að framkvæmdir klárast.