Al-Nassr í Sádí Arabíu íhugar að hætta við kaup sín á Hakim Ziyech frá Chelsea. Frá þessu segja erlendir miðlar.
Ziyech hefur glímt við meiðsli á hné sem hafa verið til vandræða.
PSG ætlaði að taka Ziyech í janúar en hætti við vegna meiðslanna sem komu upp í læknisskoðun.
Al-Nassr er með Cristiano Ronaldo í sínum herbúðum en nú eru félagaskipti Ziyech í uppnámi.
Chelsea hefur nýtt sér botnlausa fjármuni Sáda til að losa sig við leikmenn en Benjamin Mendy, Kalidou Koulibaly og N’Golo Kante eru farnir í deildin