Samningur David de Gea við Manchester United er að renna út og verður hann án félags á miðnætti, samtalið heldur þó áfram.
BBC segir frá málinu og segir að United og De Gea séu enn að ræða saman um að framlengja samning hans.
United er að reyna að kaupa Andre Onana frá Inter en vill halda í De Gea hann samþykkir rosalega launalækkun.
De Gea hefur verið hjá United í tólf ár en hann þénar 375 þúsund pund á viku og hefur gert frá árinu 2019.
BBC segir að De Gea sé að gifta sig um helgina og samtalið haldi áfram eftir helgi en önnur félög eru líkleg til þess að reyna að krækja í hann.