Búið er að draga í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna. Valur og Stjarnan taka bæði þátt í keppninni í ár.
Spiluð verða eins konar „míní“ mót þar sem leikirnir í hverjum riðli fyrir sig fara allir fram á sama stað, þann 6. og 9. september.
Valur er í riðli með KFF Vllazina frá Albaníu, Fomget SK frá Tyrklandi og KFF EP-Hajvalia frá Kósóvó. Valur mætir Fomget SK í undanúrslitum riðsilsins og ef þær vinna sigur í þeim leik mætir liðið annað hvort KFF Vllanzina eða KFF EP-Hajvalia í úrslitaleik.
Stjarnan er í riðli með Levante frá Spáni, Twente frá Hollandi og Sturm Graz frá Austurríki. Stjarnan mætir Levante í undanúrslitum riðsilsins og ef þær vinna sigur í þeim leik mæta þær annað hvort Twente eða Sturm Graz í úrslitaleik.
Ekki er ákveðið hvar leikirnir fara fram en liðin í hverjum riðli fyrir sig ákveða það í sameiningu.