fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Óskar tjáir sig um framtíð Stefáns sem er á allra vörum – „Átta mig ekki á því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 11:41

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson, framherji Breiðabliks, er sagður á leið til Patro Eisden í belgísku B-deildinni. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, ræddi málið við 433.is í dag.

Óskar fór yfir komandi verkefni Blika gegn Buducnost í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun og var spurður út í framtíð Stefáns í leiðinni. Hefur hún verið á allra vörum en líklega er kappinn á leið til Belgíu.

„Ég get bara sagt það sem hefur verið sagt. Það eru viðræður í gangi. Ég bara átta mig ekki á hvort þeim sé lokið eða ekki. Stebbi spilar á morgun og lengra hugsum við ekki. Svo bara gerist það sem gerist,“ segir Óskar við 433.is.

video
play-sharp-fill

Fari Stefán út mun Óskar samgleðjast honum.

„Hann er búinn að standa sig frábærlega og ef hann fer út munu allir geta glaðst yfir því. Hann á allt gott skilið. Hvenær eða hvort hann fer, ég bara veit það ekki. Ég er bara að þjálfa liðið. Ég er ekki á skrifstofunni að sjá um þessi mál.“

En munu Blikar styrkja sig ef fer sem horfir og Stefán heldur til Belgíu?

„Það verður bara að koma í ljós. Fyrst þurfum við að sjá hvort hann fari og svo þarf að skoða það. Það þyrfti þá að vera réttur leikmaður sem passar okkur og bætir liðið, ekki einhvern sem er góður upp á breiddina. Hann þarf að hafa áhrif og hjálpa okkur. Það er ekki auðvelt að finna slíkan leikmann.“

Viðtalið við Óskar í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
Hide picture