fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Kristján botnar ekki í ákvörðuninni og segir að það hljóti að „sjóða á Óskari“ – „Ég bara skil þetta ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson er á leið til Patro Eisden í belgísku B-deildinni frá Breiðabliki. Blikinn og sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson telur skiptin ótímabær.

Hinn 22 ára gamli Stefán hefur verið frábær fyrir Blika á leiktíðinni og skorað tíu mörk. Nú eru Íslandsmeistararnir hins vegar að missa afar mikilvægan leikmann.

Patro Eisden er sem fyrr segir í belgísku B-deildinni en er metnaðarfullt félag.

„Það sem ég skil ekki er að Stefán taki þetta skref á þessum tímapunkti. Af hverju hann klárar ekki tímabilið?“ spurði Kristján í Þungavigtinni.

Stefán Ingi í eldlínunni. Mynd/ Helgi Viðar

Hann minntist á leið Ísak Snær Þorvalsdssonar sem fór til norska stórliðisins Rosenborg í fyrra.

„Sjáðu hvernig Ísak Snær gerði þetta. Hann fór í Rosenborg eftir frábært tímabil í fyrra. Rosenborg er hundrað sinnum stærri klúbbur en þetta lið í Belgíu.

Ég bara skil þetta ekki. Hann og umboðsmaðurinn hans hljóta að hafa ýtt þessu í gegn.“

Ríkharð Óskar Guðnason tók til máls. „Hversu pirraður heldur þú að Óskar (Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks) sé?“

„Mjög. Hvað þá ef hann fær ekki að kaupa neina leikmenn í staðinn. Þá hlýtur að sjóða á honum,“ svaraði Kristján.

„Ég get rétt ímyndað mér að hann sé trylltur,“ skaut Mikael Nikulásson svo inn í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Cecilía eftir lokaleikinn: ,,Ótrúlega svekkjandi og mjög leiðinlegt“

Cecilía eftir lokaleikinn: ,,Ótrúlega svekkjandi og mjög leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Í gær

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Í gær

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu