fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Breyta nafni Sambandsdeildarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafninu á Sambandsdeild UEFA verður breytt eftir komandi leiktíð. UEFA segir frá þessu í tilkynningu.

Keppninni var komið á laggirnar fyrir síðustu leiktíð og er eins konar C-Evrópukeppni á eftir Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Roma varð fyrsti meistari keppninnar vorið 2022 og í ár vann West Ham keppnina.

Opinberlega ber keppnin heitið Europa Conference League en verður nafninu breytt í UEFA Conference League eftir komandi leiktíð.

„Eftir rannsókn höfum við komist að því að það að fjarlægja „Europa“ úr nafninu muni gera keppninni kleift að þróast enn frekar og að hún muni frekar standa ein og sér,“ segir í tilkynningu UEFA, en Evrópudeildin heitir auðvitað Europa League.

Íslensk lið leyfa sér að dreyma um að komast í Sambandsdeildina. Víkingur R. og KA taka þátt í undankeppni hennar í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir

Madueke fer til Arsenal fyrir rúmlega 50 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísak Snær til Lyngby

Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum