fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Bjartsýni hjá Bayern að vinna kapphlaupið við United og landa Kane – Þetta er ástæðan

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 11:00

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bjartsýni hjá Bayern Munchen að félaginu takist að landa Harry Kane í sumar.

Fyrsta tilboði Bayern var hafnað af Tottenham en það hljóðaði upp á um 60 milljónir punda. Tottenham vill nær 100 milljónum fyrir Kane þrátt fyrir að hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.

Kane er sagður hafa samið um eigin kjör við Bayern ef félögin skildu ná saman. Þýska félagið er nú sagt undirbúa 80 milljóna punda tilboð í enska framherjann.

Þýski blaðamaðurinn Christian Falk segir bjartsýni innan herbúða Bayern um að það takist að landa Kane.

„Bayern Munchen væri ekki að bjóða í Kane ef félagið vissi ekki að hann myndi fara. Fyrsta skrefið var að semja við Kane og svo buðu þeir í hann,“ segir Falk.

„Málið er að Bayern er í annari deild. Kane gerði heiðursmannasamkomulag við Daniel Levy sem gerir honum kleift að fara í aðra deild ef hann er með gott tilboð.“

Falk segir Bayern meira að segja til í að bíða í eitt ár.

„Ef hann fer ekki í sumar mun Bayern bíða. Tottenham þarf að ákvða hvort félagið vill pening fyrir Kane núna því á næsta ári fá þeir ekkert fyrir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári