Árið 2006 keypti hópur Íslendinga, enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Eggert Magnússon fyrrum formaður KSÍ var í forsvari fyrir hópinn en Björgólfur Guðmundsson var stærsti eigandinn.
Þeir félagar greiddu 85 milljónir punda fyrir félagið á þeim tíma en Björgólfur sjálfur varð gjalþrota þremur árum síðar. Hann hafði þá keypt Egggert út úr félaginu og hann látið af störfum.
Þeir tæpir 15 milljarðar sem Íslendingarnir greiddu fyrir West Ham eru hins vegar smáaurar í heimi fótboltans í dag.
📆 2006: West Ham was sold for £85m.
📆 2023: Arsenal bid £105m for West Ham midfielder, Declan Rice.
— talkSPORT (@talkSPORT) June 28, 2023
Þannig er West Ham að selja Delcan Rice til Arsenal fyrir 105 milljónir punda sem er 3,5 milljarði meira en Íslendingarnir greiddu fyrir allt félagið fyrir 17 árum síðan.
Búist er við að West Ham selji Rice á allra næstu dögum og verður hann þar með dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar.