Tottenham er búið að hafna fyrsta tilboði FC Bayern í hinn öfluga Harry Kane en þýska félagið vill kaupa enska landsliðsmanninn.
Segir að tilboðið hafi verið í kringum 70 milljónir evra auk bónusa sem Bayern vildi borga. Því hafnaði Daniel Levy stjórnarformaður Spurs.
Fram kom í enskum blöðum í gær að Kane væri klár í að fara til Bayern en hann á bara ár eftir af samningi sínum við Tottenham.
Manchester United hefur einnig sýnt áhuga en talið er að Tottenham vilji ekki selja kappann innan Englands.
Búist er við að Bayern geri annað tilboð í enska framherjann sem hefur ekki viljað framlengja við Tottenham.
❗️It’s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed.
➡️ Understand the first offer was less than €70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial.
As reported: Kane, top striker target for Bayern now – as… pic.twitter.com/8yzHQMd820
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023