fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Sápuópera í kringum De Gea – United bauð nýjan samning sem De Gea skrifaði undir en þá neitaði félagið að gera það

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 13:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hafði lagt fram formlegt samningstilboð til David de Gea á dögunum sem markvörðurinn samþykkt. Þegar De Gea hafði lokið við að skrifa undir tilboð félagsins, neitaði félagið því að skrifa undir.

Það er The Athletic sem segir frá og fjallar um fíaskóið í kringum De Gea og nýjan samning hans.

Samningur De Gea rennur út á föstudag og stefnir allt í að þá verði hann án félags. Eftir að hafa tekið tilboð sitt til baka hefur United nú lagt fram nýtt tilboð til De Gea.

De Gea samþykkti verulega launalækkun til að byrja með en talið er að félagið fari nú fram á miklu meiri lækkun en rætt hafði verið. De Gea þénar 375 þúsund pund á viku í dag.

Framtíð markvarðarins er í lausu lofti en hann er með tilboð frá Sádí Arabíu sem myndi hækka laun hans verulega.

United skoðar aðra kosti en De Gea eins og staðan er í dag og er Andre Onana markvörður Inter mest orðaður við félagið.

Athletic segir United einnig skoða þann kost að taka Dean Henderson aftur inn eftir lánsdvöl og gera hann að fyrsta kosti félagsins í markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Í gær

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf

Sagt að Eiður Smári gæti fylgt Arnari í áhugavert starf