AC Milan vill fá Ruben Loftus-Cheek til að leysa af Sandro Tonali. Evening Standard segir frá.
Tonali hefur verið mikilvægur hlekkur fyrir Milan undanfarin ár en heldur nú í ensku úrvalsdeildina.
Milan þarf að leysa hann af og vill Loftus-Cheek frá Chelsea.
Chelsea setur um 25 milljóna punda verðmiða á miðjumanninn en Milan telur það of hátt.
Vonast ítalska félagið til þess að fá Loftus-Cheek á nær 15 milljónum punda.
Kappinn á aðeins ár eftir af samningi sínum og er líklega á förum.