fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Manchester United? – Húsið sagt vera komið á leigumarkaðinn

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. júní 2023 09:44

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood virðist vera að kveðja Manchester United miðað við nýjustu fregnir frá Englandi.

Greenwood hefur ekkert spilað með Man Utd síðan í byrjun árs 2022 en hann var þá handtekinn grunaður um bæði nauðgun sem og líkamsárás gegn kærustu sinni á þeim tíma.

Greenwood var látinn laus fyrr á þessu ári en hann er samningsbundinn Man Utd til ársins 2025.

Samkvæmt Sun þá er Greenwood nú að leigja hús sitt í Manchester sem bendir til þess að leikmaðurinn sé að kveðja og semja við nýtt félag.

Nýlega birtust myndir af Greenwood æfandi með einkaþjálfara en útlit er fyrir að hans ferli á Englandi sé lokið í bili.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd árið 2019 og skoraði alls 22 mörk í 83 deildarleikjum á um tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“