fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Myndband frá Íslandi vekur heimsathygli – Gæslumaður tók harkalega á boðflennu

433
Föstudaginn 23. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir vita nú mætti Cristiano Ronaldo á Laugardalsvöll með portúgalska landsliðinu í vikunni. Sumir voru spenntari en aðrir að sjá kappann.

Ronaldo skoraði eina mark leiksins í grátlegu tapi íslenska landsliðsins gegn því portúgalska á þriðjudag. Í ofanálag var markið nokkuð umdeilt og mikil ranstöðulykt af því.

Öll augu beindust að Ronaldo í Laugardalnum í 200. landsleik kappans. Var afar vel tekið á móti honum.

Ekki allir létu það duga að bera goðsögn sína augum og vildu komast í meiri nánd við kappann.

Einn áhorfandi hljóp inn á völlinn eftir sigurmark Ronaldo og var hársbreidd frá því að ná til hans þegar Ruben Dias, liðsfélagi Ronaldo, ýtti honum frá.

Þaðan tók gæslumaður við og tók harkalega á boðflennunni.

Twitter-aðgangurinn Out of Context Football birti myndband af þessu á Twitter sem hefur vakið gríðarlega athygli. Yfir þrjár milljónir manna fylgja aðganginum og hafa vel yfir tvær milljónir séð myndbandið nú þegar, en það birtist seinni partinn í gær.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot