fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Myndband frá Íslandi vekur heimsathygli – Gæslumaður tók harkalega á boðflennu

433
Föstudaginn 23. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir vita nú mætti Cristiano Ronaldo á Laugardalsvöll með portúgalska landsliðinu í vikunni. Sumir voru spenntari en aðrir að sjá kappann.

Ronaldo skoraði eina mark leiksins í grátlegu tapi íslenska landsliðsins gegn því portúgalska á þriðjudag. Í ofanálag var markið nokkuð umdeilt og mikil ranstöðulykt af því.

Öll augu beindust að Ronaldo í Laugardalnum í 200. landsleik kappans. Var afar vel tekið á móti honum.

Ekki allir létu það duga að bera goðsögn sína augum og vildu komast í meiri nánd við kappann.

Einn áhorfandi hljóp inn á völlinn eftir sigurmark Ronaldo og var hársbreidd frá því að ná til hans þegar Ruben Dias, liðsfélagi Ronaldo, ýtti honum frá.

Þaðan tók gæslumaður við og tók harkalega á boðflennunni.

Twitter-aðgangurinn Out of Context Football birti myndband af þessu á Twitter sem hefur vakið gríðarlega athygli. Yfir þrjár milljónir manna fylgja aðganginum og hafa vel yfir tvær milljónir séð myndbandið nú þegar, en það birtist seinni partinn í gær.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu