fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Age Hareide bíður og vonar að Gylfi Þór taki fram skóna eftir að hafa hitt hann – „Þetta var góður fundur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, er vongóður um að Gylfi Þór Sigurðsson spili aftur eftir góðan fund þeirra á dögunum. Hann hefur ekki rætt nýlega við Gylfa.

Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en blikur eru á lofti um að hann taki fram skóna eftir að mál hans var fellt niður í Manchester.

„Eina sem ég get gert er að vona það,“ sagði Age Hareide um það hvort hann væri á því að Gylfi myndi snúa aftur á völlinn.

„Ég hef ekki talað við hann nýlega. Þetta var góður fundur og vonandi getum við fengið hann aftur á völlinn.“

Hann segir reynslu Gylfa mikilvæga fyrir hópinn. „Hann hefur mikla reynslu og tækni, hann er einn tæknilega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Við þurfum alla.“

„Þessir 25 leikmenn sem eru í hópnum eru góðir en við þurfum að stækka hópinn. Aðrar þjóðir hafa yfirleitt fleiri leikmenn að vela í sinn hóp.“

„Reynslan að fara á í lokakeppni EM og HM er mikilvæg, það er sem dæmi munurinn á Noregi sem hefur ekki farið lengi á stórmót. Það hefur áhrif, Ísland þarf að komast aftur inn á stórmót og vonandi tekst það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar