fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Rashford að skrifa undir nýjan samning og launin hækka vel

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. júní 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United er sagður ætla að skrifa undir nýjan samning við félagið. Eitt ár er eftir af samningi hans við félagið.

Viðræður hafa staðið yfir og segir í fréttum í enskum blöðum í dag að nýr samningur sé að verða klár.

Rashford vær verulega launahækkun en hann er með 200 þúsund pund á viku í dag en fer líklega yfir 300 þúsund pund á viku á nýjum samningi.

„Marcus verður áfram hjá United, hann vildi bíða eftir því að sæti í Meistaradeildinni væri klárt. Hann elskar að spila fyrir Ten Hag og telur hann standa við sín loforð,“ segir heimildarmaður enskra blaða.

Rashford var öflugasti sóknarmaður United á þessu tímabili en Ten Hag vonast eftir því að geta fengið fleiri sóknarmenn til að hjálpa Rashford.

PSG hefur sýnt Rashford áhuga en ef marka má fréttir dagsins verður hann áfram á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona