fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Varð moldríkur í ensku úrvalsdeildinni en selur nú bakpoka fyrir 30 þúsund krónur

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. júní 2023 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bacary Sagna, fyrrum stjarna bæði Arsenal og Manchester City, er kominn í allt annað starf eftir að skórnir fóru í hilluna.

Sagna er 40 ára gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna 2019 eftir dvöl hjá Montreal Impact í MLS deildinni.

Sagna átti farsælan feril sem knattspyrnumaður og lék 65 landsleiki fyrir Frakkland og var í ensku úrvalsdeildinni í tíu ár.

Nú hefur Frakkinn stofnað sitt eigið fyrirtæki og er byrjaður að selja bakpoka sem henta vel fyrir fólk í fjallgöngu.

Sagna hefur sett yfir 200 þúsund pund af eigin peningum í rekstur fyrirtækisins en hver bakpoki kostar um 30 þúsund íslenskar krónur.

,,Þetta er mín helsta áskorun í lífinu ef við horfum framhjá fótboltanum,“ sagði Sagna í samtali við franska sjónvarpsstöð.

Sagna er alls ekki einn í fyrirtækinu en hefur svo sannarlega pungað út hárri upphæð og tekur þátt í rekstrinum á hverjum einasta degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona