fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Óskar Hrafn sakar Víkinga um að hafa hagað sér eins fávita allan leikinn – „Þeir hafa alltaf verið svona“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júní 2023 21:34

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Blika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks segir að þjálfarateymi Víkings hafi hagað sér eins og fávitar allan leikinn í kvöld. Blikar jöfnuðu 2-2 gegn Víkingum með tveimur mörkum í uppbótartíma í kvöld.

Víkingur hafði 0-2 forystu en Gísli Eyjólfsson og Klæmint Olsen jöfnuðu leikinn. Komið var vel fram yfir uppgefin uppbótartíma þegar Klæmint jafnaði,

„Ég súmera þetta upp sem leik sem við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum tvö mörk. Við gerðum jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik. Mér fannst við mikið betri,“ sagði Óskar Hrafn í beinni á Stöð2 Sport eftir leik.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sagði liðið sitt miklu betra að leik loknum. „Ég vet ekki á hvaða leik hann var að horfa, ef þeir vinna ekki leikinn þá eru þeir alltaf betri. Ég er ósammála því en virði þá skoðun,“ sagði Óskar.

Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings var rekinn upp í stúku eftir jöfnunarmark Blika og svo sauð allt upp úr eftir leik.

„Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum, svo endar þetta svona. Það er ekkert nýtt, þeir hafa alltaf verið svona. Þetta er þeirra leið, það er hiti á milli þesasra liða. Mér fannst við undir í barátunni í fyrri hálfleik, fótboltalega séð var bara eitt lið á vellinum. Það er óþægilegt fyrir þá að vita af okkur á eftir þeim,“ sagði Óskar sem óttast ekki eftirmál

„Það held ég ekki, það sem gerðist á vellinum er á vellinum. Það eru engir eftirmálar af minni hálfu, það er hiti í þessu. Það skiptir Víkinga máli hvort þeir séu átta stigum á undan okkur eða fimm,“ sagði Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Í gær

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Í gær

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“