Crystal Palace vonast til þess að fá Graham Potter til starfa en hann hefur verið án starfs eftir að Chelsea rak hann fyrr á þessu ári.
Independent segir að Palace vilji fá Potter til að taka við af Roy Hodgson.
Hodgson tók við Palace á tímabilinu þegar Patrick Vieira var rekinn en nú vill eigandi félagsins fá Potter til starfa.
Potter hóf tímabilið með Brighton en Chelsea keypti hann og rak hann svo nokkrum mánuðum síðar.
Potter er búsettur í London og því gæti það hentað honum ágætlega að hoppa á starfið hjá Palace sem er með spennandi hóp fyrir næstu tímabil.
Segir í umfjöllun blaðsins að Palace ætli að gera tilboð sem sé freistandi fyrir Potter að hoppa á.