fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Leeds og Leicester féllu – Aston Villa náði Evrópusætinu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. maí 2023 17:27

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið á hreint að Leeds og Leicester City eru fallin úr ensku úrvalsdeildinni eftir úrslit dagsins í lokaumferðinni.

Leicester vann sinn leik gegn West Ham 2-1 en það dugði ekki til þar sem Everton vann Bournemouth 1-0 og heldur sínu sæti.

Leeds átti aldrei möguleika eftir tap gegn Tottenham en það síðarnefnda hafði betur 3-1 á Elland Road.

Aston Villa tryggði sér þá sæti í Sambandsdeildinni en liðið sigraði Brighton 2-1 á heimavelli og endar í sjöunda sæti.

Fjörugasti leikur dagsins var á St. Mary’s vellinum þar sem fallið lið Southampton gerði 4-4 jafntefli við Liverpool.

Arsenal skoraði þá fimm mörk gegn Wolves og Manchester United nær þriðja sætinu með sigri á Fulham á meðan Newcastle gerði jafntefli við Chelsea.

Hér má sjá úrslit dagsins.

Southampton 4 – 4 Liverpool
0-1 Diogo Jota(’10)
0-2 Roberto Firmino(’14)
1-2 James Ward-Prowse(’19)
2-2 Kamaldeen Sulemana(’28)
3-2 Kamaldeen Sulemana(’48)
4-2 Adam Armstrong(’65)
4-3 Cody Gakpo(’72)
4-4 Diogo Jota(’73)

Manchester United 2 – 1 Fulham
0-1 Kenny Tete(’19)
1-1 Jadon Sancho(’39)
2-1 Bruno Fernandes(’55)

Chelsea 1 – 1 Newcastle
0-1 Anthony Gordon(‘9)
1-1 Kieran Trippier(’27, sjálfsmark)

Leeds 1 – 4 Tottenham
0-1 Harry Kane(‘2)
0-2 Pedro Porro(’47)
1-2 Jack Harrison(’67)
1-3 Harry Kane(’69)
1-4 Lucas Moura(’95)

Arsenal 5 – 0 Wolves
1-0 Granit Xhaka(’11)
2-0 Granit Xhaka(’14)
3-0 Bukayo Saka(’27)
4-0 Gabriel Jesus(’58)
5-0 Jakub Kiwior(’78)

Brentford 1 – 0 Manchester City
1-0 Ethan Pinnock(’86)

Crystal Palace 1 – 1 Nott. Forest
0-1 Taiwo Awoniyi(’31)
1-1 Will Hughes(’66)

Aston Villa 2 – 1 Brighton
1-0 Douglas Luiz(‘8)
2-0 Ollie Watkins(’26)
2-1 Denis Undav(’38)

Leicester 2 – 1 West Ham
1-0 Harvey Barnes(’34)
2-0 Wout Faes(’62)
2-1 Pablo Fornals(’79)

Everton 1 – 0 Bournemouth
1-0 Abdoulaye Doucoure(’57)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift