fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
433Sport

Jóhann Már útskýrir mál Juventus – Staðan enn alvarlegri en marga grunar

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 26. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt í volli hjá Juventus. Tíu stig voru dregin af liðinu á dögunum og er það annar stigafrádrátturinn á tímabilinu. Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og viðskiptafræðingur, fór yfir málið í Íþróttavikunni sem er á dagskrá 433.is alla föstudaga.

Fyrr á leiktíðinni voru 15 stig dregin af Juventus en liðið fékk þau til baka. Á dögunum voru hins vegar dregin 10 stig af liðinu. Ítalska stórveldið sér því skyndilega fram á að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu.

„Þetta snýst um það að félagið hefur verið dæmt í tvígang af sama dómstólnum fyrir að gefa upp falskan söluhagnað. Það eru ungir leikmenn, allt niður í 18 ára aldur, sem eru ekki stórir prófílar en það er verið að bókfæra eignarverð þeirra í kringum 3, 4, 5 milljónir evra,“ segir Jóhann.

„Þetta nær allt til ársins 2021. Þá var byrjað að skoða þetta mál en það látið niður falla. En í kjölfar þess að Juventus fór undir smásjána hjá ítölskum saksóknurum var farið að hlera símana hjá þeim.“

video
play-sharp-fill

Félagið gerði samning við leikmenn sína í kórónuveirufaraldrinum sem gæti heldur betur dregið dilk á eftir sér.

„Þeir gerðu samninga við leikmenn um að leikmenn myndu falla frá greiðslum sem Covid aðgerð. Þeir myndu þá fá borgað seinna. Juventus er skráð á markað á Ítalíu þannig þetta er mjög ólöglegt og í raun markaðsblekking. Við hleranir var hægt að sanna að þeir hefðu notað þetta bókhaldstrikk og að félagið hefði beitt fölskum hagnaði í leikmannasölum.

Heildartalan sem þeir eru sakaðir um að hafa búið til er 60 milljónir evra. Þetta er bókhaldtrikk til að vera innan reglna Financial Fair Play.“

Það er algjört högg fyrir Juventus að missa af Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð. Það sem er hins vegar enn alvarlegra er að áðurnefndar aðgerðir í kórónuveirufaraldrinum gætu komið harkalega í bakið á þeim.

„Þeir gerðu ráð fyrir því að komast í Meistaradeildina og það var í þeirra rekstraráherslum.

Það er öllu alvarlegra mál því þeir gætu átt yfir höfði sér annan stigafrádrátt á næsta tímabili. Það myndi hafa í för með sér að aftur verði erfiðara að komast í Meistaradeildina á þarnæsta tímabili. Þá yrði Juventus í verulega vondum málum. Þeir reyndu að fá dæmt í málunum á sama tíma en því var hafnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs brjálaður í beinni: Sagði fucking ítrekað – „Út og suður, djöfull er ég pirraður á þessum gaurum“

Arnar Gunnlaugs brjálaður í beinni: Sagði fucking ítrekað – „Út og suður, djöfull er ég pirraður á þessum gaurum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sturluð dramatík í Kópavogi: Klæmint jafnaði á 97 mínútu og slagsmál brutust út – Valur tapaði stigum gegn FH

Sturluð dramatík í Kópavogi: Klæmint jafnaði á 97 mínútu og slagsmál brutust út – Valur tapaði stigum gegn FH
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan jarðaði KA í Garðabæ og skutust upp úr fallsæti

Stjarnan jarðaði KA í Garðabæ og skutust upp úr fallsæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sefur á Spáni á meðan Manchester United reynir að kaupa hann – Grátbiðja vin hans um að sannfæra hann um að fara ekki

Sefur á Spáni á meðan Manchester United reynir að kaupa hann – Grátbiðja vin hans um að sannfæra hann um að fara ekki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slekkur í öllum orðrómum með því að krota undir nýjan samning

Slekkur í öllum orðrómum með því að krota undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona miklu sigurstranglegri gegn Sveindísi samkvæmt veðbönkum

Barcelona miklu sigurstranglegri gegn Sveindísi samkvæmt veðbönkum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasala hafin á leikinn gegn Slóvökum á Þjóðhátíðardaginn

Miðasala hafin á leikinn gegn Slóvökum á Þjóðhátíðardaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Er á förum eftir að hafa valdið miklum vonbrigðum

Er á förum eftir að hafa valdið miklum vonbrigðum