Angel Di Maria er á förum frá ítalska stórliðinu Juventus.
Argentínumaðurinn gekk í raðir Juventus fyrir leiktíðina en stoppar stutt og fer í sumar samkvæmt helstu miðlum.
Hinn 35 ára gamli Di Maria hefur komið víða við á ferlinum og leikið fyrir lið á borð við Real Madrid, Manchester United og Paris Saint-Germain, auk Juventus.
Di Maria hefur skorað 8 mörk á lagt upp 7 á leiktíðinni.
Di Maria á að baki 131 leik fyrir argentíska landsliðið. Hann varð heimsmeistari með liðinu í fyrra.