fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Ömurlegt myndband úr líkamsræktarsal: Gerði grín að eldri manni og fær á baukinn frá áhrifavaldi – „Hvað í andskotanum er að þér?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Mykhailo Mudryk fær nú aldeilis á baukinn fyrir myndband sem hann birti á Instagram.

Kappinn, sem var keyptur til Chelsea á um 100 milljónir evra í janúar frá Shakhtar, var í ræktinni og sá þar eldri mann æfa.

Maðurinn sem um ræðir var með buxurnar fullneðarlega og ákvað Mudryk að sýna heimsbyggðinni það.

Bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll er mikill áhugamaður um líkamsrækt og hefur lengi predikað fyrir því að fólk hagi sér í ræktinni og komi vel fram við hvort annað.

Hann baunar á Mudryk í nýrri færslu. „Þú sérð mann í ræktinni sem er að reyna að bæta sig með aðstoð þjálfara, hann er vissulega í smá vandræðalegri stöðu en þú hugsar: Hey, ég ætla að taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðla til að gera grín að honum og fá athygli. Í alvöru?

Afsakið orðbragðið en hvað í andskotanum er að þér?“

Swoll segir að Mudryk verði að vera betri fyrirmynd.

„Þú ert atvinnumaður í knattspyrnu og spilar fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Vilt þú ekki vera betri fulltrúi félagsins?“

Hér að neðan má sjá myndbandið og færslu Swoll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England