fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Carragher biður leikmann Manchester United afsökunar – Biður stuðningsmenn liðsins um að hætta að senda sér skilaboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 10:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur beðið Lisandro Martinez, varnarmann Manchester United, afsökunar á ummælum sínum í byrjun tímabils.

Martinez gekk í raðir United frá Ajax síðasta sumar. Carragher lét þá hafa eftir sér að Argentínumaðurinn væri allt of lágvaxinn til að spila sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni.

Martinez hefur hins vegar staðið sig frábærlega.

„Maður hélt að hann myndi lenda í vandræðum en annað kom á daginn,“ segir Carragher.

„Allir hafa sína galla, hverjir sem þeir kunna að vera. Þeir geta verið líkamlegir, tæknilegir. Bestu leikmennirnir fela veikleika sína.

Við höfum þá allir. Enginn er hinn fullkomni leikmaður. Ég horfði bara á hann og hugsaði: Hvernig getur þú yfirstigið þetta í ensku úrvalsdeildinni.“

Carragher hefur aldeilis verið minntur á ummæli sín í byrjun tímabils.

„Ég sendi Lisandro og stuðningsmönnum United afsökunarbeiðni. Ef þið gætuð hætt að senda mér skilaboð um Lisandro Martinez væri það frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Í gær

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Í gær

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“