Cristiano Ronaldo vissi vel hvað hann var að gera þegar hann birti mynd af sér á Instagram og þrumaði úrinu sínu beint í vélina.
Ronaldo sýndi þar einn sinn dýrasta grip en um er að ræða úr frá Jacob & Co.
Ronaldo þénar 175 milljónir punda á ári hjá Al Nassr í Sádí Arabíu og er launahæsti íþróttamaður í heimi.
Úrið sem Ronaldo skartaði á Instagram kostar 750 þúsund punda eða litlar 113 milljónir íslenskra króna.
Ronaldo á mikið safn af úrum en eftir að hann gekk í raðir Al-Nassr getur hann leyft sér alla þá hluti sem hann vill enda þénar hann rosalegar upphæðir á degi hverjum.
Það hefur Ronaldo reyndar gert allan sinn feril nánast en aldrei eins og núna þegar hann er 38 ára gamall.