Leikmenn Manchester City fögnuðu ásamt mökum og vinum fram eftir nóttu í Manchester borg. Eftir að hafa lyft titlinum fóru leikmenn City á MNKY HSE sem er vinsæll staður í borginni.
Mesta athygli vekur að Erling Haaland og unnusta hans mættu saman í eins náttfötum og voru í þeim í gleðskapnum.
Þegar líða fór á gleðskapinn skellti Erling Haaland sér inn í eldhús og fór og eldaði sér steik með kokkunum.
Haaland hefur skorað 36 deildarmörk á sínu fyrsta tímabili en City vann deildina þegar liðið átti þrjá leiki eftir á tímabilinu
City var að elta Arsenal í allan vetur en undir lokin gaf Arsenal hressilega eftir á meðan City setti allt í botn og vann deildina sannfærandi.