Manchester City er orðið enskur meistari og Ofurtölvan geðuga spáir því að City vinni deildina í fjórða sinn í röð á næstu leiktíð.
Ofurtölvan spáir því að Liverpool bæti og komist upp í þriðja sætið á næstu leiktíð.
Newcastle og Manchester United vantar eitt stig til að skilja Liverpool eftir í fimmta sæti í ár. Ofurtölvan spáir því að Newcastle endi í sjötta sæti á næstu leiktíð.
Chelsea sem verið hefur í tómu tjóni á þessu tímabili nær vopnum sínum og kemst upp í fimmta sætið á næstu leiktíð.
Svona telur Ofurtölvan að efstu sætin verði á næstu leiktíð.