Það er ansi líklegt að Declan Rice sé á förum frá West Ham í sumar. Nýtt myndband ýtir undir það.
Arsenal er talið leiða kapphlaupið um Rice. Það er í forgangi hjá Mikel Arteta að styrkja miðsvæði sitt.
Hamrarnir vilja þó allt að 120 milljónir punda fyrir leikmanninn svo Arsenal þarf að rífa upp veskið.
Rice á ár eftir af samningi sínum við West Ham en félagið á möguleika á að framlengja þann samning um ár.
Miðjumaðurinn ætlar ekki að gera nýjan samning við West Ham svo félagið þarf að selja hann í sumar til að fá góða summu fyrir hann.
Það er líklegt að Rice hafi verið að spila sinn síðasta heimaleik með West Ham um helgina. Þá skoraði hann í 3-1 sigri á Leeds.
Eftir leik mátti sjá bróðir leikmannsins tala við David Moyes, stjóra West Ham. Vilja margir meina að hann hafi sagt við hann: „Síðasti leikurinn.“
Ýtir þetta enn frekar undir að Rice sé á förum.
Hann getur þó lokað ferli sínum hjá West Ham með titli. Liðið er komið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, þar sem andstæðingurinn verður Fiorentina.
Dec’s brother to Moyes “final game” 😢 pic.twitter.com/15eCLuMGN9
— HP (@HP_12__) May 21, 2023