fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Nýtt myndband vekur athygli – Staðfestir þetta að skotmark Arsenal sé á förum?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. maí 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi líklegt að Declan Rice sé á förum frá West Ham í sumar. Nýtt myndband ýtir undir það.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um Rice. Það er í forgangi hjá Mikel Arteta að styrkja miðsvæði sitt.

Hamrarnir vilja þó allt að 120 milljónir punda fyrir leikmanninn svo Arsenal þarf að rífa upp veskið.

Rice á ár eftir af samningi sínum við West Ham en félagið á möguleika á að framlengja þann samning um ár.

Miðjumaðurinn ætlar ekki að gera nýjan samning við West Ham svo félagið þarf að selja hann í sumar til að fá góða summu fyrir hann.

Það er líklegt að Rice hafi verið að spila sinn síðasta heimaleik með West Ham um helgina. Þá skoraði hann í 3-1 sigri á Leeds.

Eftir leik mátti sjá bróðir leikmannsins tala við David Moyes, stjóra West Ham. Vilja margir meina að hann hafi sagt við hann: „Síðasti leikurinn.“

Ýtir þetta enn frekar undir að Rice sé á förum.

Hann getur þó lokað ferli sínum hjá West Ham með titli. Liðið er komið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, þar sem andstæðingurinn verður Fiorentina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona