Liverpool hefur áhuga á að krækja í Marc Guehi frá Crystal Palace. Það er Daily Mail sem segir frá.
Guehi er aðeins 22 ára gamall en hefur verið lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Palace.
Þá á hann þrjá A-landsleiki að baki fyrir Englands hönd.
Liverpool gæti fengið samkeppni í baráttunni um Guehi en Arsenal, Manchester United og Tottenham hafa einnig sýnt honum áhuga.
Það má búast við nokkrum mannabreytingum á Anfield í sumar. Þegar er ljóst að nokkrir leikmenn eru á förum og þá þarf Jurgen Klopp að styrkja lið sitt eftir vonbrigðatímabil.