Aaron Wan-Bissaka varnarmaður Manchester United er ofarlega á óskalista West Ham í sumar þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Daily Mail segir frá þessu en enski bakvörðurinn hefur verið í stóru hlutverki á þessu tímabili.
Frá því að enska deildin fór af stað á nýjan leik eftir Heimsmeistaramótið hefur Wan-Bissaka verið í stóru hlutverki hjá Erik ten Hag.
Þær sögur hafa þó verið á flugi um að United sé tilbúið að skoða að selja Wan-Bissaka og David Moyes vill fá hann.
Wan-Bissaka er 25 ára gamall en á dögunum sagði James Maddisson leikmaður Leicester að líklega væri Wan-Bissaka besti varnarmaður í heimi þegar kemur að stöðunni einn á móti einum.