Það gæti komið mörgum á óvart en Luciano Spalletti, stjóri Napoli, er líklega að kveðja félagið í sumar.
Það eru fréttir sem eru í raun sláandi en Napoli hefur fagnað sigri í ítölsku Serie A á þessu tímabili.
Napoli náði einnig langt í Meistaradeildinni en mistókst að lokum að komast í úrslitaleikinn eftir tap í 8-liða úrslitum.
Þessi 64 ára gamli stjóri nær alls ekki vel saman við eigandann litríka Aurelio de Laurentiis sem vill nú losna við hann úr starfi.
Samkvæmt Corriere della Sera eru þeir í nánast engu sambandi og eru allar líkur á að eigandinn muni breyta til í sumar.
Það er í raun ótrúlegt eftir sigur liðsins í Serie A en Rafael Benitez er orðaður við starfið sem og Antonio Conte.