fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Leikmaður Manchester City sagði Guardiola að halda kjafti í miðjum leik – ,,Þetta er ekki í fyrsta sinn“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki pirraður út í Kevin de Bruyne í leik gegn Real Madrid í vikunni.

Man City rúllaði yfir Real og hafði betur 4-0 og er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter Milan.

Í leiknum varð De Bruyne ansi pirraður í stöðunni 2-0 og öskraði á Guardiola sem lét í sér heyra á hliðarlínunni.

Guardiola sagði De Bruyne að gefa boltann á samherja áður en hann tapaðist en Belginn svaraði með því að segja stjóra sínum að halda kjafti.

,,Það sem gerðist með Kevin, ég elska þegar við öskrum á hvorn annan. Ég er hrifinn af því,“ sagði Guardiola.

,,Ég er hrifinn af orkunni, þetta er ekki í fyrsta sinn. Þið sjÞetáið það ekki á hverjum degi en hann gargar á mig á æfingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar