Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki pirraður út í Kevin de Bruyne í leik gegn Real Madrid í vikunni.
Man City rúllaði yfir Real og hafði betur 4-0 og er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter Milan.
Í leiknum varð De Bruyne ansi pirraður í stöðunni 2-0 og öskraði á Guardiola sem lét í sér heyra á hliðarlínunni.
Guardiola sagði De Bruyne að gefa boltann á samherja áður en hann tapaðist en Belginn svaraði með því að segja stjóra sínum að halda kjafti.
,,Það sem gerðist með Kevin, ég elska þegar við öskrum á hvorn annan. Ég er hrifinn af því,“ sagði Guardiola.
,,Ég er hrifinn af orkunni, þetta er ekki í fyrsta sinn. Þið sjÞetáið það ekki á hverjum degi en hann gargar á mig á æfingum.“
Pep Guardiola: “Pass the ball!, Pass the ball!
Kevin De Bruyne “Shut up! Shut Up!” pic.twitter.com/LxicqfkUYp
— Troll Football (@TrollFootball) May 18, 2023