Eric Wynalda, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, hefur skotið föstum skotum á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.
Southgate hefur ekki gefið Folarin Balogun, leikmanni Arsenal, tækifæri með enska landsliðinu sem varð til þess að sóknarmaðurinn valdi Bandaríkin.
Balorun hefur ákveðið að spila fyrir Bandaríkin frekar en England en hann á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið þess síðarnefnda.
Framherjinn hefur verið frábær fyrir Reims í Frakklandi á tímabilinu og hefur skorað 19 deildarmörk í 34 leikjum.
Wynalda kallar Southgate hrokafullan en landsliðsþjálfarinn hefur um marga leikmenn að velja en Balogun hefur ekki verið einn af þeim.
,,Gareth Southgate gerði svo sannarlega mistök með nýjustu ummælum sínum um hæfileikaríkan strák sem spilar í Frakklandi,“ sagði Wynalda.
,,Hann sagði; ‘Við getum ekki bara gefið hverjum leikmanni tækifæri því það er möguleiki á að hann velji annað land.’
,,Ef hann gæti tekið þessi ummæli til baka í dag þá held ég að hann myndi gera það. Hann vanmetur gæði leikmannsins og reynir svo að hundsa það.“
,,Mér þykir leitt að segja frá þessu en stundum þarf að eyða þessum enska hroka og þetta er eitt af þeim skiptum.“