fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Aron Einar spurður út í Gylfa – ,,Vil ekki blaðra um eitthvað sem ég má ekki segja“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 14:18

Aron Einar Gunnarsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var gestur í hlaðvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í hádeginu.

Aron er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann varð á dögunum bikarmeistari með félaginu í fyrsta sinn.

Aron er 34 ára gamall en hann hefur spilað með Al-Arabi undanfarin fjögur ár eftir að hafa leikið í ensku deildunum með Cardiff.

Eins og flestir vita hefur Aron einnig verið landsliðsfyrirliði Íslands í mörg ár og spilaði með liðinu á bæði EM 2016 sem og HM 2018.

Nú er nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar mikið í umræðunni en hann er án félags og er orðaður við félög í bæði Katar og Sádí Arabíu.

Gylfi var síðast á mála hjá Everton en er nú samningslaus og hefur ekki spilað í heil tvö ár.

Ástæðan er sú að Gylfi var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi en það mál hefur verið látið falla niður.

Aron var spurður út í Gylfa í þættinum og um hvort hann sé að reyna að sannfæra sinn mann um að koma til Al-Arabi eða um endurkomu í landsliðið.

,,Ég held ég leyfi Gylfa að opna þessa umræðu þegar hann vill það. Ég vil ekki blaðra um eitthvað sem ég má ekki segja, hann verður að opna þetta sjálfur og það verður að koma í ljós,“ sagði Aron.

,,Dyrnar eru opnar, það er alltaf pláss fyrir alvöru gæði í okkar liði hvort sem það sé landsliðið eða félagslið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?