fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Aron Einar spurður út í Gylfa – ,,Vil ekki blaðra um eitthvað sem ég má ekki segja“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 14:18

Aron Einar Gunnarsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var gestur í hlaðvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í hádeginu.

Aron er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann varð á dögunum bikarmeistari með félaginu í fyrsta sinn.

Aron er 34 ára gamall en hann hefur spilað með Al-Arabi undanfarin fjögur ár eftir að hafa leikið í ensku deildunum með Cardiff.

Eins og flestir vita hefur Aron einnig verið landsliðsfyrirliði Íslands í mörg ár og spilaði með liðinu á bæði EM 2016 sem og HM 2018.

Nú er nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar mikið í umræðunni en hann er án félags og er orðaður við félög í bæði Katar og Sádí Arabíu.

Gylfi var síðast á mála hjá Everton en er nú samningslaus og hefur ekki spilað í heil tvö ár.

Ástæðan er sú að Gylfi var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi en það mál hefur verið látið falla niður.

Aron var spurður út í Gylfa í þættinum og um hvort hann sé að reyna að sannfæra sinn mann um að koma til Al-Arabi eða um endurkomu í landsliðið.

,,Ég held ég leyfi Gylfa að opna þessa umræðu þegar hann vill það. Ég vil ekki blaðra um eitthvað sem ég má ekki segja, hann verður að opna þetta sjálfur og það verður að koma í ljós,“ sagði Aron.

,,Dyrnar eru opnar, það er alltaf pláss fyrir alvöru gæði í okkar liði hvort sem það sé landsliðið eða félagslið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“