Min-Jae Kim varnarmaður Napoli þarf að fara í herinn í heimalandinu áður en hann getur farið að skoða framtíðina.
Kim sem er afar öflugur varnarmaður er sagður nálægt því að ganga í raðir Manchester United.
Klásúla er í samningi varnarmannsins sem gerir honum kleift að fara fyrir um 50 milljónir punda í sumar.
Min-Jae Kim er frá Suður-Kóreu en hann á eftir að klára herskyldu sína í heimalandinu og fer í það í júní.
Min-Jae Kim kom til Napoli fyrir ári síðan frá Fenerbache fyrir 16 milljónir punda en hefur svo sannarlega slegið í gegn þegar Napoli varð ítalskur meistari.