Eftir að hafa æft alla vikuna með Manchester United mætti Marcus Rashford ekki á æfingu í dag. Kappinn liggur heima veikur.
Rashford missti af síðasta leik United vegna meiðsla en var mættur til æfinga.
Vonir stóðu til um að hann gæti spilað gegn Bournemouth á morgun en það stendur ansi tæpt vegna veikinda.
„Rashy æfði alla vikuna en hann mætti ekki í dag og segist vera mjög slappur, hann er veikur,“ sagði Erik ten Hag við fréttamann í dag.
„Við sjáum hvernig dagurinn fer og hvernig hann vaknar í fyrramálið.“
United þarf tvo sigra í síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér Meistaradeildarsætið.