fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Phil Jones opnar sig um erfiða tíma nú þegar kveðjustund nálgast – „Þetta hefur verið mjög erfitt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. maí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Jones leikmaður Manchester United yfirgefur félagið í sumar eftir tólf ára dvöl hjá félaginu. Síðustu ár hefur Jones varla spilað vegna meiðsla.

Jones kom sumarið 2011 og voru miklar væntingar gerðar til hans. Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United talaði um að hann gæti orðið besti leikmaður í sögu félagsins.

Jones gekk vel framan af en meiðslin hafa komið í veg fyrir þátttöku hans undanfarið. Hann spilaði síðast leik fyrir ári.

„Þetta hefur verið mjög erfitt síðustu ár, ég get ekki neitað því,“ segir Jones nú þegar hann kveður félagið.

„Fjölskyldan hefur haldið mér gangandi í því að koma mér aftur í form til að reyna að spila. Ég sakna þess að spila fótbolta. Þú elst upp við það að elska að spila leikinn og það er það eina sem þú vilt gera.“

„Ég er heppin með þau tækifæri sem ég hef fengið en ég hefði viljað spila meira. Ég hef lagt endalausu vinnu á mig til að verða heill heilsu.“

Jones er aðeins þrítugur en óvíst er hvort hann haldi áfram í fótbolta, það kemur í ljós í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona