fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Höddi Magg beittur á RÚV – „Myndi ég senda hann mögulega með Norrænu aftur til Noregs“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. maí 2023 12:00

Hörður Magnússon er refur við taflborðið. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef íþróttafréttamaðurinn, Hörður Magnússon, væri að stýra einhverju hjá KR myndi hann skoða það að senda Simen Kjellevold, markvörð liðsins heim.

Hörður var sérfræðingur í markaþætti Rúv um bikarinn í gær en norski markvörðurinn hefur verið til umræðu í sumar.

KR vann sigur á Fylki í gær en Kjellevold kom til KR fyrir tímabilið. Höddi Maggi er ekki hrifin og myndi skoða það að senda hann heim með Norrænu.

„Ég verð að segja að Simen Kjellevold, ef ég væri forráðamaður KR myndi ég senda hann mögulega með Norrænu aftur til Noregs. Hann er ekki að gera neitt fyrir þá. Ef þetta heldur áfram gæti KR farið úr deild þeirra bestu,“ sagði Höddi Magg á RÚV í gær.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók í svipaðan streng og velti fyrir sér því trausti sem markvörðurinn fær.

„Maður hugsar líka: Hversu mikið traust er hann með? Maður sér það í bikarleikjum að það er oft skipt um markmenn en þeir halda sama markmanninum, hann er búinn að gera ótal mistök í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“