Manchester United er búið að leggja tilboð á borðið hjá Adrien Rabiot miðjumanni Juventus. RMC Sports í Frakklandi heldur þessu fram.
United reyndi að fá Rabiot síðasta sumar en tókst ekki að semja við hann um kaup og kjör. Samningur hans við Juventus er á enda í sumar.
Untied endaði á krækja í Casemiro þegar Rabiot afþakkaði boðið en nú gæti hann komið til félagsins.
Rabiot er 28 ára gamall franskur landsliðsmaður en United samdi um kaupverð við Juventus í fyrra en getur fengið hann frítt núna.
Rabiot þekkir Manchester borg með ágætum en sem ungur drengur samdi hann við Manchester City og var í unglingastarfi félagsins.