fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Þorlákur orðinn gríðarlega þreyttur á umræðunni – „Eins og við séum svo ánægðir með þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur skapast mikil umræða um Bogann, knatthús Þórs á Akureyri undanfarið. Félagið fékk á baukinn þegar ákveðið var að spila í húsinu í fyrstu umferð Lengjudeildar karla. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðs Þórs, tjáir sig um málið við hlaðvarp 433.is.

Þór spilaði í Boganum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar gegn Vestra. Liðið vann 2-1 sigur. Í fyrradag spilaði liðið svo fyrsta leikinn á heimavelli sínum, Þórsvelli. Þá vann liðið sigur á Leikni R. í Mjólkurbikarnum.

„Völlurinn er allt í lagi. Það er ekki mikið gras á honum. Það er erfitt að miða þetta við vellina fyrir sunnan sem flestir eru mjög vondir,“ segir Þorlákur um Þórsvöllinn.

„Þetta er eiginlega bara að verða barn síns tíma. Stefnan er að það komi gervigras á næsta ári. Ekki á aðalvöllinn heldur á svæðið. Ég vonast til að við spilum þar.“

Ísfirðingar voru vægast sagt ósáttir með Þórsara eftir tap Vestra í Boganum í fyrstu umferð. Gagnrýndu þeir þá ákvörðun að færa leikinn inn í Bogann og vildu margir meina að Þórsvöllur hafi verið klár.

„Þessi umræða um Bogann er auðvitað gríðarlega þreytt. Við þurfum að spila þarna líka,“ segir Þorlákur.

„Það þyrfti að skipta um gras. Hann er harður. En við höfum líka verið með grasvöll sem hefur verið kvartað undan síðustu ár.“

Þorlákur segir Þórsara vanta betri aðstöðu.

„Það er ekki eins og við séum hlæjandi: „Djöfull langar okkur að spila í boganum.“ Aðstaðan okkar er bara ekki nægilega góð. Umræðan er eins og við séum svo ánægðir með þetta en það er bara ekki þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Í gær

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“