Amad Diallo lenti í leiðindaatviki í leik Sunderland gegn Luton í umspili ensku B-deildarinnar í gær.
Liðin mættust í undanúrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Luton hafði betur og er komið í úrslit.
Hinn 20 ára gamli Diallo er á láni hjá Sunderland frá Manchester United.
Hann lenti í því í leiknum að þegar hann var að fara að taka innkast hélt stuðningsmaður Luton aftur af honum og sló hann í bakið.
Hefur stuðningsmaðurinn verið harðlega gagnrýndur.
Diallo spilaði 42 leiki á tímabilinu með Sunderland. Hann skoraði 14 mörk og lagði upp 4.
Hann snýr nú aftur til Manchester United.
Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.
Amad Diallo getting punched in the back from a Luton fan:
pic.twitter.com/B9dytmllGY— The72 – We Love the #EFL (@_The72) May 17, 2023