Samkvæmt hinu virta blaði, Daily Telegraph mun Arsenal skoða þann kost að kaupa Joao Cancelo hægri bakvörð Mancehester City í sumar.
Cancelo er á láni hjá FC Bayern þessa dagana en Thomas Tuchel sem tók við sem stjóri liðsins á dögunum vill ekki kaupa hann.
Samband Cancelo við Pep Guardiola er ekki gott og er talið að bakvörðurinn frá Portúgal verði seldur í sumar.
Arsenal keypti Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko frá City síðasta sumar og hafa þeir báðir átt fína spretti.
Cancelo hefur síðustu ár verið einn besti bakvörður fótboltans en hann gæti nú fært sig til Lundúna og leikið fyrir Arteta og hans pilta.