Umboðsmaður og aðilar sem sjá um málefni Harry Kane eru sagðir hafa fundað með forráðamönnum PSG um möguleg félagaskipti í sumar.
Foot Mercato fjallar um málið og sagt er að fundað hafa verið með Luis Campos yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG.
Kane gæti verið til sölu í sumar þar sem hann mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham.
Ekkert hefur bólað á nýjum samningi við Tottenham en Kane er einnig ofarlega á blaði Manchester United.
Það er þó talið að það verði erfitt að fá Kane frá Tottenham þar sem Daniel Levy stjórnarformaður Tottenahm er mjög erfiður í viðræðum.