fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

19 dagar í að Hareide kynni sinn fyrsta hóp – Þetta hefur hann boðað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide mun kynna sinn fyrsta landsliðshóp þann 6 júní en þá verða ellefu dagar í fyrsta leik liðsins þar sem liðið mætir Slóvakíu á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Þremur dögum síðar er leikur gegn Portúgal.

Þetta verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn. Hareide sem fékk starfið eftir að stjórn KSÍ ákvað að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi.

Hareide boðaði það á fyrsta blaðamannafundi að Albert Guðmundsson sóknarmaður Genoa myndi snúa aftur í hópinn en hann hafði ekki verið í hópnum í tæpt ár hjá Arnari.

Hareide hefur einnig boðað það að Aron Einar Gunnarsson verði áfram fyrirliði liðsins en hann varð bikarmeistari með Al-Arabi í Katar á dögunum.

Norski þjálfarinn hefur svo fundað með Gylfa Þór Sigurðssyni en hann verður ólíklega í hópnum í júní eftir að hafa ekki spilað fótbolta í tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur