Sheikh Jassim hefur lagt fram nýtt og betra tilboð í Manchester United. Það var greint frá þessu fyrir skömmu.
Félagið hefur verið á sölu síðan í haust og hafa farið fram nokkrar „umferðir“ þar sem áhugasamir máttu leggja fram tilboð í félagið.
Sir Jim Ratcliffe og Katarinn Sheikh Jassim hafa leitt kapphlaupið um það að eignast United.
Á dögunum var greint frá því að núverandi eigendur United, Glazer fjölskyldan, vildi heldur að Ratcliffe eignaðist félagið.
Nýtt tilboð Sheikh Jassim er hins vegar sagt töluvert hærra en þeir milljarðar punda sem hann lagði fram nýlega. Eignist hann félagið mun hann til að mynda greiða niður allar skuldir þess.
Enskir miðlar segja að tilboð Sheikh Jassim nú sé það síðasta sem hann muni gera í United.
Það er töluverður munur á tilboðum Jassim og Ratcliffe. Jasssim vill eignast allt félagið en Ratcliffe aðeins 50%.
Eignist Ratcliffe félagið myndu Avram og Joel halda sínum hlut í félaginu en aðrir meðlimir Glazer fjölskyldunnar myndu selja sinn hlut. Ratcliffe ætti því stærstan hlut í félaginu.
Sheikh Jassim has now made another increased bid — as always, it's for 100% of Manchester United, will clear all debt and includes a separate fund directed solely at the club and community. 🚨🔴🇶🇦 #MUFC
Sources guarantee this is significant increase over the initial proposal. pic.twitter.com/xLaNiPCBp8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2023