fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sheikh Jassim leggur fram nýtt og töluvert hærra tilboð í Manchester United – Sagður gefast upp ef það verður ekki samþykkt

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 20:13

Sheik Jassim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheikh Jassim hefur lagt fram nýtt og betra tilboð í Manchester United. Það var greint frá þessu fyrir skömmu.

Félagið hefur verið á sölu síðan í haust og hafa farið fram nokkrar „umferðir“ þar sem áhugasamir máttu leggja fram tilboð í félagið.

Sir Jim Ratcliffe og Katarinn Sheikh Jassim hafa leitt kapphlaupið um það að eignast United.

Á dögunum var greint frá því að núverandi eigendur United, Glazer fjölskyldan, vildi heldur að Ratcliffe eignaðist félagið.

Nýtt tilboð Sheikh Jassim er hins vegar sagt töluvert hærra en þeir milljarðar punda sem hann lagði fram nýlega. Eignist hann félagið mun hann til að mynda greiða niður allar skuldir þess.

Enskir miðlar segja að tilboð Sheikh Jassim nú sé það síðasta sem hann muni gera í United.

Það er töluverður munur á tilboðum Jassim og Ratcliffe. Jasssim vill eignast allt félagið en Ratcliffe aðeins 50%.

Eignist Ratcliffe félagið myndu Avram og Joel halda sínum hlut í félaginu en aðrir meðlimir Glazer fjölskyldunnar myndu selja sinn hlut. Ratcliffe ætti því stærstan hlut í félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“