Antony dýrkar lífið sem leikmaður Manchester United og vill vera lengi hjá félaginu.
Brasilíumaðurinn var keyptur til United frá Ajax á 100 milljónir evra síðasta sumar.
Kantmaðurinn hefur ekki alveg staðið undir væntingum. Hann er þó aðeins 23 ára gamall og er að aðlagast.
Antony segir Brasilíumennina Fred og Casemiro hafa hjálpað sér mikið að aðlagast lífinu á Englandi.
„Ég og Casemiro erum alltaf að hanga saman. Við erum alltaf að gera eitthvað,“ segir hann og nefnir einnig leikmenn eins og Lisandro Martinez, Bruno Fernandes og David De Gea sem hafa hjálpað honum.
Hinn 23 ára gamli Antony ætlar sér stóra hluti á Old Trafford.
„Ég hef komið mér mjög vel fyrir í borginni og elska lífið hérna. Vonandi fæ ég að eyða löngum tíma hérna.“