Paris Saint-Germain er byrjað að skoða sumarið og hvað skal gera til að bæta hóp sinn, ljóst er að Lionel Messi er á förum frá félaginu.
Messi verður samningslaus í sumar og segir í fréttum í Frakklandi í dag að forráðamenn PSG hafi fundið réttan arftaka fyrir hann.
Segir í fréttum þar í landi að Bernardo Silva leikmaður Manchester City sé efstur á óskalista PSG.
Bernardo hefur viljað fara frá City síðustu ár en Barcelona hefur reynt að kaupa hann, nú hefur PSG bæst í hópinn.
Bernardo þekkir lífið í Frakklandi vel en hann var keyptur frá Monaco til City sumarið 2017 og hefur hann átt góðu gengi að fagna á Englandi.