Nicklas Bendtner, fyrrum leikmaður Arsenal, var mættur á leik liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ekki tóku þó allir eftir um hvern væri að ræða.
Hinn 35 ára gamli Bendtner lagði skóna á hilluna 2019. Lauk hann ferlinum með FCK í heimalandinu, Danmörku.
Framherjinn lék með Arsenal frá 2005 til 2014, en fór nokkrum sinnum á láni á þeim tíma. Alls skoraði hann 47 mörk í 171 leikjum fyrir Skytturnar.
Bendtner, sem á 81 A-landsleik að baki fyrir Dani, var mættur að styðja Arsenal í gær. Það dugði hins vegar ekki til. Slæmt 0-3 tap gegn Brighton varð niðurstaðan. Draumurinn um Englandsmeistaratitilinn er þar með endanlega horfinn.
Hér að neðan má sjá mynd af Bendtner á vellinum í gær.
Lord Bendtner returns to the Emirates today 👑 pic.twitter.com/yeNGno2YpY
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 14, 2023